Um lögskil

Lögskil lögmannsstofa rekur upphaf sitt til ársins 1979 er Björn Ólafur Hallgrímsson hrl. hóf rekstur lögmannsstofu í Reykjavík. Árið 1990 hóf Hilmar Magnússon hrl. störf hjá Birni sem fulltrúi og í ársbyrjun 1995 stofnuðu Hilmar og Björn saman lögmannsstofuna Lögskil. 
 
 
Á Lögskil lögmannsstofu starfa tveir lögmenn. Eigandi stofunnar, Hilmar Magnússon, er með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Á stofunni starfar einn löglærður fulltrúi, Betzy Ósk Hilmarsdóttir, sem er með málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi. Þá starfar Ásta Rut Sigurðarsdóttir á skrifstofu stofunnar. 
 
 
Viðskiptavinir Lögskila eru bæði einstaklingar sem og fyrirtæki í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins. Lögmenn Lögskila hafa víðtæka reynslu af lögmannsstörfum og lögfræðilegri ráðgjöf og veita persónulega, skilvirka og vandaða þjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar. Lögskil leggur mikla áherslu á fagleg vinnubrögð sem eru byggð á áratugalangri reynslu og þekkingu starfsmanna stofunnar.